Framtíðarfærni
Kennsluáætlun í gagnalæsi fyrir framhaldsskóla
Hagstofa Íslands kynnir tillögu að kennsluáætlun fyrir framhaldsskóla sem samþættir gagnalæsi og þátttöku í Greindu betur keppninni.
Áætlunin er unnin í samstarfi við Önnu Heru Björnsdóttur, stærðfræðikennara við Verzlunarskóla Íslands, og byggir á reynslu hennar af því að nýta opinber gögn við stærðfræðikennslu.
Kennsluáætlunin er hugsuð sem stuðningsefni fyrir framhaldsskólakennara og er sniðin að hæfniviðmiðum aðalnámskrár og hentar einkar vel fyrir stærðfræði-, félagsfræði- eða upplýsingafræðikennslu á framhaldsskólastigi.
Áfangalýsing og náms- og kennsluáætlun sem kennari getur aðlagað að sínum áherslum og áherslum skólans
Ítarleg tíma- og verkefnaáætlun fyrir allt að 14 vikna kennslu
Innihaldslýsingar fyrir allt að 56 kennslustundir
Tillaga að námsmati